Rán bátasmiðja var stofnuð árið 2010 af þeim Arnóri Magnússyni, Óskari Ragnarssyni og  Vilhjálmi Benediktssyni  sem allir eru reyndir plastsuðumenn með suðuréttindi frá norska fyrirtækinu Teknoligisk Institutt.  Þeir hafa starfað um árabil við smíði á fiskeldiskvíum í Noregi en þar í landi eru gerðar mjög strangar kröfur til  þeirra sem sjóða saman sjókvíar,  sem meðal annars eru smíðaðar úr HDPE plasti sem hefur verið notað árum saman í ýmsum iðnaði.

 

Eftir að hafa kynnst eiginleikum efnisins kviknaði sú hugmynd að hefja smíði vinnubáta úr því og þeir fengu Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing til liðs við sig við hönnun 9 metra langs báts  með stýrishúsi og  innanborðsvél. Sá bátur, sem hlaut nafnið Fenrir 920, var fyrst og fremst hugsaður sem vinnu og þjónustubátur sem hentað gæti fiskeldisfyrirtækjum en norsku laxeldisfyrirtækin hafa sýnt hönnun íslensku bátanna mikinn áhuga.

Fljótt kom þó í ljós að áhugi var ekki síðri á minni bátum og úr varð að fyrsti báturinn sem var smíðaður var 7,2. m. opinn bátur með utanborðsmótor.

Rán bátasmiðja ehf.   I   Mörk 2   I   765 Djúpivogur   I   Ísland   I   478 1020   I   info@boats.is