Fenri bátar eru smíðaðir  úr HDPE plasti (high density polyethylene) sem hefur mikla seiglu og gríðarlegt slagþol, er t.d. fimm sinnum höggþolnara en trefjaplast. Efnið er endurvinnanlegt, ekki  þarf að hafa áhyggjur af tæringu, málningu eða annari yfirborðs-meðhöndlun efnisins, þörungar og hrúðurkarlar festast ekki auðveldlega við plastið og líftími þess er yfir  50 ár.

Vegna þessara eiginleika HDPE plasts hentar það því einstaklega vel sem byggingarefni í hluti eins og vinnubáta sem þurfa að þola mikla áníðslu. Það er eðlisléttara en vatn og flýtur því í sjó eitt og sér en auk þess eru bátarnir úr flotrörum sem skipt er niður í loftþétt hólf og þetta tvennt  gerir  bátana nánast ósökkvanlega.  Þeir eru níðsterkir og  fljótlegt og einfalt er að gera við skemmdir á þeim með réttum búnaði.

 

Allir bátarnir eru með 23° V-laga botni og framhlutinn er hannaður þannig að báturinn ryður auðveldlega  frá sér sjó svo hann heggur síður í báruna og  það fer vel um farþega, jafnvel í verstu veðrum.

Við bjóðum Fenrir í fjórum stærðum, frá 5,5 upp í  9,2 m..  Fenrir 920 og Fenrir 820 eru í boði opnir eða með stýrishúsi, með utan- eða innanborðsmótor og þá með hæl eða þotudrifi.  Minni bátarnir Fenrir 650 og Fenrir 550 eru opnir bátar með utanborðsmótor.

Hægt er að velja um alls kyns aukabúnað eins og farþegasæti, krana, glussakoppa, búkka til að taka smátæki um borð í fjörum, aðstöðu til að taka upp dauðfisk í fiskeldiskvíum o.fl..  Möguleikarnir eru endalausir og við erum opin fyrir öllum hugmyndum viðskiptavina.

Rán bátasmiðja ehf.   I   Mörk 2   I   765 Djúpivogur   I   Ísland   I   478 1020   I   info@boats.is